Allt er vænt sem vel er grænt

 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

þriðjudagur, júní 29, 2004

 
Inn´ég sit og skrifa

...langar að hoppa upp og hlaupa út en má það ekki. Málið er að í stað þess að spranga um götur og sundlaugar bæjarins eins og heiðvirtum kennara sæmir á sumrin, sit ég hér enn inni á kennarastofunni og hamra lyklaborðið. Ég hef ekki samvisku í annað, eigandi eftir MPA-ritgerð á sama tíma og Kjartan Sveinn er á leikskólanum og Guðrún Birna situr sveitt og fæst við dóna og rudda sem kría út afslátt á 500.- króna auglýsingar.

Ég næ samt yfirleitt að slá á samviskuna um kl. 15:00. Þá fer ég að dunda mér, sæki KS og GB og við tekur hinn hefðbundni og rútineraði fjölskyldupakki. Ég ætla sko ekki að láta tölvuna verða mitt síðasta. Geðheilsan er mér og mínum nánustu meira virði.

fimmtudagur, maí 27, 2004

 
Húsfundur!

Gjaldkerinn ætlaði að missa sig við mig þegar ég talaði um að setja niður stjúpur í gærkvöldi í sumarblíðunni sem þá var. Ekki nóg með að þær myndi bæði frjósa og fjúka innan sólahrings heldur datt undirrituðum að setja nokkur blóm í 2 potta sem eru 2 metra inn á hinum helmingnum af blokkinni. Gjaldkerinn vill s.s. að hinn stigagangurinn borgi þau blóm (c.a. 80 kr.)

Allt ætlaði aftur um koll að keyra við rafmagnstöfluna þegar einn af íbúunum var að lýsa því að hann vildi losna við loftnets-magnara-öryggið úr sinni töflu og færa það yfir á sameignar-rafmagnið. Af óskiljanlegum ástæðum ákvað gjaldkerinn að viðkomandi hefði ,,stolið" örygginu til sín, í eigin töflu (andstætt hagsmunum töflueigendans). Þó vildi gjaldkerinn ekki láta færa öryggið yfir í sameignina. Enginn skildi neitt í neinu en voru samt alveg til í að öskra á hvern annan.

Þá var það ákveðið að karlarnir skildu sópa stéttarnar enda væri það ekki kvenmannsverk að mati eldri kvennanna í blokkinni.

Að lokum kom í ljós að allt ,,draslið" sem átti að fjarlægja tilheyrði aðeins einum manni, þ.e. manninum sem alltaf er vínlykt af. Hann hafði líka góðan húmor fyrir að sjá um að gefa blómunum að ,,drekka"

þriðjudagur, maí 04, 2004

 
Samræmda nammihátíðin!

Ég sat yfir í fyrsta samræmdaprófinu hjá 10. bekk í dag. Þvílíkt úrval og magn af sælgæti og gosi hef ég aldrei séð í einni skólastofu. Ég held að þetta sé samræmd nammihátið í öllum grunnskólum landins og prófið er afsökun fyrir að mega koma með nammið í skólann. Maður var með sleftaumana á meðan maður gekk á milli nemenda.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

 
MA-ball

Sá þetta á síðunni hennar Ásu hans Sigga og rann blóð til skyldunnar:

MA-ingar

Allir MA-ingar fyrr og síðar eru hvattir til að mæta á Gaukinn föstudaginn 8. nóv því þá er ég búin að bóka efri hæðina undir okkur!
Allir sem mæta fyrir kl.23 fá frítt á ballið um nóttina þar sem hljómsveitin Írafár tætir og tryllir...

Eftirfarandi tilboð verða á barnum frá kl. 20-24:

Stór bjór 350kr
Lítill bjór 250kr
Skot 300kr
Einfaldur 500kr
Tvöfaldur 800kr

**** Endilega látið þetta berast til ALLRA MA-inga... ****

Kveðja, Ilmur Dögg (Dóttir Níelsar, stærðfræðikennara)

miðvikudagur, október 22, 2003

 
Unglingar

Gefið ykkur smá tíma og spáið í það hvernig það er að vera unglingur. Stillið ykkur inn á 8.-10. bekk. Prófið svo að hugsa ykkur að þið séuð að kenna 28 stykkjum í einni lítilli stofu.

Þögnin er ekkert að æra mann í þessu starfi... Blessuð börnin að vera á þessum aldri.
 
Nýtt heimili!

Ef að líkum lætur verðum við fjölskyldan flutt í vestubæ Kópavogs snemma á næsta ári. Búin að finna íbúð og nú er bara að drífa sig í greiðslumat.

mánudagur, september 08, 2003

 
Nýtt netfang hjá Gumma!

Ég reikna með að nota þetta gudmundur@snsk.kopavogur.is í vetur í staðin fyrir HÍ netfangið.

sunnudagur, september 07, 2003

 
OleOleOleOleeeee

Þjóðverjarnir voru heppnir að sleppa með jafntefli í gær. Ísland á EM... :-)