Allt er vænt sem vel er grænt

 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

fimmtudagur, maí 27, 2004

 
Húsfundur!

Gjaldkerinn ætlaði að missa sig við mig þegar ég talaði um að setja niður stjúpur í gærkvöldi í sumarblíðunni sem þá var. Ekki nóg með að þær myndi bæði frjósa og fjúka innan sólahrings heldur datt undirrituðum að setja nokkur blóm í 2 potta sem eru 2 metra inn á hinum helmingnum af blokkinni. Gjaldkerinn vill s.s. að hinn stigagangurinn borgi þau blóm (c.a. 80 kr.)

Allt ætlaði aftur um koll að keyra við rafmagnstöfluna þegar einn af íbúunum var að lýsa því að hann vildi losna við loftnets-magnara-öryggið úr sinni töflu og færa það yfir á sameignar-rafmagnið. Af óskiljanlegum ástæðum ákvað gjaldkerinn að viðkomandi hefði ,,stolið" örygginu til sín, í eigin töflu (andstætt hagsmunum töflueigendans). Þó vildi gjaldkerinn ekki láta færa öryggið yfir í sameignina. Enginn skildi neitt í neinu en voru samt alveg til í að öskra á hvern annan.

Þá var það ákveðið að karlarnir skildu sópa stéttarnar enda væri það ekki kvenmannsverk að mati eldri kvennanna í blokkinni.

Að lokum kom í ljós að allt ,,draslið" sem átti að fjarlægja tilheyrði aðeins einum manni, þ.e. manninum sem alltaf er vínlykt af. Hann hafði líka góðan húmor fyrir að sjá um að gefa blómunum að ,,drekka"

þriðjudagur, maí 04, 2004

 
Samræmda nammihátíðin!

Ég sat yfir í fyrsta samræmdaprófinu hjá 10. bekk í dag. Þvílíkt úrval og magn af sælgæti og gosi hef ég aldrei séð í einni skólastofu. Ég held að þetta sé samræmd nammihátið í öllum grunnskólum landins og prófið er afsökun fyrir að mega koma með nammið í skólann. Maður var með sleftaumana á meðan maður gekk á milli nemenda.