Allt er vænt sem vel er grænt

 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

þriðjudagur, júní 29, 2004

 
Inn´ég sit og skrifa

...langar að hoppa upp og hlaupa út en má það ekki. Málið er að í stað þess að spranga um götur og sundlaugar bæjarins eins og heiðvirtum kennara sæmir á sumrin, sit ég hér enn inni á kennarastofunni og hamra lyklaborðið. Ég hef ekki samvisku í annað, eigandi eftir MPA-ritgerð á sama tíma og Kjartan Sveinn er á leikskólanum og Guðrún Birna situr sveitt og fæst við dóna og rudda sem kría út afslátt á 500.- króna auglýsingar.

Ég næ samt yfirleitt að slá á samviskuna um kl. 15:00. Þá fer ég að dunda mér, sæki KS og GB og við tekur hinn hefðbundni og rútineraði fjölskyldupakki. Ég ætla sko ekki að láta tölvuna verða mitt síðasta. Geðheilsan er mér og mínum nánustu meira virði.